400. útsending KR-útvarpsins

01_KR_Valur_05082013Þá er komið að 400. útsendingu KR-útvarpsins. Í tilefni dagsins byrjum við klukkan 08:00 á laugardag frá KR-heimilinu með morgunþætti í umsjón Þrastar Emilssonar og Óttars Magna. Klukkan 10:00 taka við Hössi, Palli og Kiddi. Klukkan 12:00 mætir svo „Landsliðið“ sem verður með upphitun fyrir leik og lýsir afhendingu Íslandsbikarsins um klukkan 16:00. Bjarni Felixson lýsir leiknum við Fram sem hefst klukkan 14:00. Denni verður á tökkunum. Útvarp KR sendir út á fm 98,3 og Netheims menn streyma útvarpinu á www.netheimur.is.  Klárt fyrir iPhone, iPad, iPod og Android snjallsíma í boði Netheims. Góða skemmtun og takk fyrir samstarfið Knattspyrnufélag Reykjavíkur 🙂