Spilaðu leikinn Vertu Viss

Við erum í samstarfi við Íslandsspil, WEDO framkvæmdahús og Sagafilm varðandi sjónvarps og netleikinn Vertu viss er á RÚV á laugardögum.  Þetta er fyrsti gagnvirki sjónvarpsleikurinn á Íslandi þar sem áhorfendur heima í stofu geta tekið þátt í leiknum.  Prófið leikinn á http://www.vertuviss.is/ og spilið með. WEDO sjá um forritun leiksins og Netheimur hýsir netþjónana sem keyra leikinn.

400. útsending KR-útvarpsins

Þá er komið að 400. útsendingu KR-útvarpsins. Í tilefni dagsins byrjum við klukkan 08:00 á laugardag frá KR-heimilinu með morgunþætti í umsjón Þrastar Emilssonar og Óttars Magna. Klukkan 10:00 taka við Hössi, Palli og Kiddi. Klukkan 12:00 mætir svo „Landsliðið“ sem verður með upphitun fyrir leik og lýsir afhendingu Íslandsbikarsins um klukkan 16:00. Bjarni Felixson […]

Nýr vefur

AKA er elsta starfandi bílaleiga landsins. AKA hefur allt frá stofnun leigt sveitafélögum, opinberum stofnunum og öðrum fyrirtækjum bíla. Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa verið stærstu viðskiptavinirnir í gegnum tíðina. Hér má sjá nýju síðuna þeirra www.akaleiga.is.

Ný vefsíða hjá ArcTic

Við kynnum stoltir úr smiðju okkar nýja vefsíðu Arctic Iceland , arc-tic.com. Nýja vefsíðan er „Responsive“ sem þýðir að hún virkar fyrir öll tæki og tól, á snjallsímum, spjaldtölvum og öðrum tækjum. Settum einnig upp vefverslun með tengingu við Valitor greiðslugátt. http://www.arc-tic.com

Dagar Windows XP á enda

Keyrir Windows XP á einhverjum tölvum í þínu fyrirtæki? Microsoft hefur nú gefið út dagsetningu fyrir hvenær hætt verður stuðningi við Windows XP og Office 2003. Þann 8 apríl 2014 verður stuðningi við stýrikerfið hætt. Sem þýðir að það verður ekki lengur hægt að sækja uppfærslur frá Microsoft fyrir Windows XP.  Það eru ekki nema […]