Við erum í samstarfi við Íslandsspil, WEDO framkvæmdahús og Sagafilm varðandi sjónvarps og netleikinn Vertu viss er á RÚV á laugardögum. Þetta er fyrsti gagnvirki sjónvarpsleikurinn á Íslandi þar sem áhorfendur heima í stofu geta tekið þátt í leiknum. Prófið leikinn á http://www.vertuviss.is/ og spilið með. WEDO sjá um forritun leiksins og Netheimur hýsir netþjónana sem keyra leikinn.
Þá er komið að 400. útsendingu KR-útvarpsins. Í tilefni dagsins byrjum við klukkan 08:00 á laugardag frá KR-heimilinu með morgunþætti í umsjón Þrastar Emilssonar og Óttars Magna. Klukkan 10:00 taka við Hössi, Palli og Kiddi. Klukkan 12:00 mætir svo „Landsliðið“ sem verður með upphitun fyrir leik og lýsir afhendingu Íslandsbikarsins um klukkan 16:00. Bjarni Felixson […]
AKA er elsta starfandi bílaleiga landsins. AKA hefur allt frá stofnun leigt sveitafélögum, opinberum stofnunum og öðrum fyrirtækjum bíla. Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og forverar hennar hafa verið stærstu viðskiptavinirnir í gegnum tíðina. Hér má sjá nýju síðuna þeirra www.akaleiga.is.
Netheimur fagnar í dag 15 ára afmæli sínu en fyritækið var stofnað árið 1998. Við viljum í tilefni dagsins þakka þeim fyrirtækjum og aðilum sem hafa fylgt okkur á þessum 15 árum og erum klár í næstu 15!
Við tókum gömlu síðuna frá Létt og hresstum aðeins upp á hana. Nú geta starfsmenn Létt séð sjálfir um að að koma inn textum og myndum af bílunum sínum.
Við kynnum stoltir úr smiðju okkar nýja vefsíðu Arctic Iceland , arc-tic.com. Nýja vefsíðan er „Responsive“ sem þýðir að hún virkar fyrir öll tæki og tól, á snjallsímum, spjaldtölvum og öðrum tækjum. Settum einnig upp vefverslun með tengingu við Valitor greiðslugátt. http://www.arc-tic.com
Við tókum þátt í skemmtilegu samstarfi með Hagkaup og smíðuðu vef sem hýsir Hagkaupsbækurnar. Nú getur þú komið við í Kringlunni, valið þér góðan rétt og prentað út það sem þarf að kaupa. Svo fylgir að sjálfsögðu uppskriftin með 🙂
Keyrir Windows XP á einhverjum tölvum í þínu fyrirtæki? Microsoft hefur nú gefið út dagsetningu fyrir hvenær hætt verður stuðningi við Windows XP og Office 2003. Þann 8 apríl 2014 verður stuðningi við stýrikerfið hætt. Sem þýðir að það verður ekki lengur hægt að sækja uppfærslur frá Microsoft fyrir Windows XP. Það eru ekki nema […]