Dreyfing óæskilegs hugbúnaðar hefur stóraukist árið 2009

Það sem af er árinu hefur dreyfingu óæskilegs hugbúnaðar (e. malicious software / malware) stóraukist. Mikil breyting er að eiga sér stað í hvernig þessum hugbúnaði er dreyft þar sem skúrkarnir hafa snúið sér í auknu mæli að vefnum í stað tölvupósts og nýta sér orðið svokallaðar Web 2.0 síður, s.s. Facebook og Twitter ásamt öðrum forritum og tólum eins og Adobe Flash og PDF skrár.

Fyrirtæki og starfsmenn þeirra eru farin að nýta sér nýjan hugbúnað og tækni á vinnustöðum sem gefur hökkurum ný tækifæri til að komast yfir gögn og upplýsingar sem þeir geta svo hagnast á.

Óháð fyrirtæki á sviði vírusmála, av-test.org, heldur í dag orðið utan um safn yfir 22.5 milljónum einstakra sýna af malware hugbúnaði – borið saman við 12.3 milljónir í júní 2008, sem sýnir að vandamálið í dag er nánast helmingi stærra en það var fyrir ári síðan.

Fyrirtæki í dag þurfa því að vera vel búin vörnum sem ekki eingöngu fylgjast með því sem kemur gegnum tölvupóstinn heldur varnir sem stöðva síður sem mögulega eru farnar að smita tölvur starfsmanna.