Nýr vefur Stangaveiðifélags Reykjavíkur opnaður

Stangaveiðifélag Reykjavíkur opnaði í dag nýjan vef og er hann því færður nær nútímanum hvað varðar útlit og notagildi. Á næstu dögum og vikum verður hann þróaður og lagaður til enn frekar með það að leiðarljósi að gera hann aðgengilegan og skemmtilegan fyrir félagsmenn sem og aðra veiðimenn.