OpenERP innleiðing fyrir Heel & Buckle

hb_logo2Árið 2012 var  Heel & Buckle  að hefja innreið sína inn á Indlandsmarkað með skó- og leðurvöruverslanir sínar. Opna átti tvær búðir, vefverslun og bespoke verkstæði á árinu 2013 og stækka reksturinn með fleiri búðum og sérframleiðslu frá 2014-2016.

Það var því augljóst að til að styðja við reksturinn þyrfti að innleiða sterk ERP og PoS kerfi.

Ákveðið var að velja það kerfi sem flestir á Indlandsmarkaði notuðu í svipuðum rekstri og varð því Microsoft Dynamics (Navision) fyrir valinu. Samið var við einn af þeim samstarfsaðilum sem Microsoft mælti með á Indlandi til að setja upp og innleiða kerfið og átti kostnaðurinn að vera 1 – 1,5 milljón. Helmingurinn af kostnaðinum átti að vera fyrir leyfisgjöldum til Microsoft (fyrir Dynamics) og LSRetail (PoS viðbót á Dynamics).

Til að gera langa sögu stutta þá fór verkefnið fljótt fram úr fjárhagsáætlun og tímaáætlun. Allar viðbætur sem við vildum fá í kerfið virtust vera flóknar í útfærslu og kostnaðarsamar þ.s. þær kröfðust 3-4 mismunandi aðila til að koma að verkefninu. Til að bæta gráu ofan á svart þá var ýmis aukakostnaður sem átti að fara að leggjast á okkur eins og leyfisgjöld til Microsoft til að „fá að séraðlaga kerfið“, support-gjöld til Microsoft (BREP), sem og árleg leyfisgjöld til bæði Microsoft og LSRetail. Þetta var ansi mikill peningur ofan á upphaflegu leyfisgjöldin til þess eins að fá að nota kerfið og séraðlaga það.

Það var okkur því augljóst að við vorum með allt of dýrt kerfi og við þyrftum að endurskoða okkar stöðu. Lagt var af stað í nokkra vikna vinnu við að bera saman ýmis ERP kerfi með bæði virkni, séraðlögunarmöguleika og kostnað að leiðarljósi.

1Okkur varð fljót ljóst að OpenERP kerfið frá Belgíu stóð upp úr. Það hafði engin leyfisgjöld (open source), mjög opið fyrir breytingum (Model-View-Controler aðferðarfræði), virkilega notendavænt, krafðist ekki uppsetningar á hverri útstöð þ.s. það keyrði sem vefkerfi, og hafði alla þá grunn virkni sem við kröfðumst, þ.e. ERP, CMS, PoS og Ecommerce (bæði sitt eigið sem og tengingu við önnur þekkt vefverslunarkerfi). Eftir nokkra vikna prófanir var augljóst að þetta væri kerfið sem við yrðum að skipta yfir í.

Við völdum tvo fyrirtæki til að aðstoða okkur við innleiðinguna á þessu kerfi:

 

 

Uppsetning og rekstur:

Netheimur stóð sig virkilega vel þegar kom að allri uppsetningu á OpenERP kerfinu sem og hvaða tækniaðstoð sem við þurftum á að halda. Á aðeins nokkrum dögum vorum við komin upp með prufu og raun umhverfi, tengd saman við hugbúnaðarumhverfið okkar (t.a.m. source control og continuous integration) og allar einingar kerfisins virkuðu eins og skyldi. Í hvert skipti sem við þurftum aðstoð, t.d. með öryggisafritun eða aðgangstýringu, var komin lausn innan nokkurra klukkutíma.

Það var því ansi auðveld ákvörðun hjá okkur að halda kerfinu í rekstri hjá Netheimi frekar en að hýsa það innanhús eða hjá öðrum aðilum.

 

Innleiðing : Þegar kom að innleiðingu og séraðlögun á OpenERP þá settum við það í hendurnar á hugbúnaðardeild Capital Black í Bretlandi. Capital Black hafði komið að mörgum verkefnum fyrir Heel & Buckle með góðum árangri og sanngjörnum kostnaði. Þeir náðu að innleiða kerfið fyrir okkur á mettíma og voru mjög meðvitaðir um að koma kerfinu í notkun sem fyrst og fá reglulegar athugasemdir frá notendum svo hægt væri að gera breytingarnar fljótt og koma þeim í rekstur innan nokkurra daga.

Það sem við enduðum með var kerfi sem gaf okkur mjög góða sýn á rekstrinum okkar hvenær sem við vildum, hafði mjög víða virkni, gott notendaviðmót og hægt var að breyta og bæta með lítilli fyrirhöfn.

Og ekki var verra að sjá að árlegur kostnaður af OpenERP lausninni okkar varð aðeins brot af því sem hann hefði orðið ef við hefðum haldið áfram með Microsoft Dynamics og LSRetail.

 

3Ég ferðast mikið og er því ekki alltaf við tölvu, en þ.s. OpenERP keyrir sem veflausn þá get ég núna séð stöðu á öllu innflutnings-, framleiðslu- og söluferlinu okkar í gegnum símann minn. Ég veit því alltaf hvernig fyrirtækinu okkar vegnar, sem er mjög þægileg staða að vera í.

Arnar Jónsson

Yfirmaður tæknimála hjá Heel & Buckle