Örlítið um Facebook Fan Check Virusinn

Picture 1Það fór sennilega ekki framhjá neinum sem notar Facebook reglulega að hinn alræmdi „Fan Check Vírus“ lét á sér kræla á þessari vinsælu samfélagssíðu nú í vikunni. Möguleiki er hinsvegar á að „Fan Check“ hugbúnaðurinn á facebook hafi alls ekki verið neinn vírus.

Snjallir (en óprúttnir) aðilar áttuðu sig hinsvegar á því að einhver hræðsla var að grípa um sig og nýttu sér það að fólk var að googla „facebook fan check virus“ á fullu. Helstu niðurstöðurnar á Google voru því ótengdar síður sem þessir aðilar settu upp sem inniheldur síðan óæskilegan hugbúnað (e. malware).

Niðurstöður á Google
Niðurstöður á Google

Þannig var það í raun hræðslan sem ýtti fólki í átt að raunverulega vírussýktum síðum.

FanCheck síðan sjálf sýnist okkur að sé meinlaus. Facebook hefur enn ekki fjarlægt það úr forritasafni sínu og við að nota forritið fáum við ekki séð að það sé að gera neinn óskunda. Okkur grunar hinsvegar að hægagangur á Facebook síðunni sjálfri hafi ýtt undir hræðsluna – því á svipuðum tíma og Fan Check sló í gegn, varð facebook vefurinn óvenju hægur. Að einhver tenging hafi verið þar á milli hefur enn ekki komið fram.

Graham Cluley hjá Sophos er með stutt myndskeið þar sem hann sýnir hvað gerist þegar rambað var inná þessar umræddu leitarniðurstöður hjá Google.