SSF opna Mínar síður – þitt svæði

Búið er að opna fyrir útgáfu 3 af „MÍNAR SÍÐUR“ á heimasíðu SSF. Félagsmenn skrá sig hér eftir inn á mínar síður til að sækja um í sjóði félagsins. Mínar síður halda utan um umsóknir og sögu félagsmanns í gegnum dk bókhaldsforritið. Með tilkomu síðunnar verða umsóknir aðgengilegri fyrir félagsmenn og úthlutunin auðveldari.

Verkalýðsfélög, stofnanir og önnur félög geta tengt vefi sína við lausn okkar og leyst stóran þátt í utanumhaldi yfir félagsmenn og á einum stað gefið félagsmönnum aðgang að „mínum síðum“ þar sem félagsmenn geta fylgst með stöðu sinni varðandi sjóðsmál, styrki, umsóknir og önnur mál tengt sínu félagi.

Með DK og lausn okkar fæst heildstæð lausn fyrir stéttarfélög og margvísleg félagasamtök svo sem íþróttafélög, góðgerðarsamtök og klúbba. Í kerfinu er haldið vel utan um félagsmenn, launagreiðendur, styrki, sjóði, flokka, hópa, úrtök og útsendingar á bréfum og tölvupósti. Öflugar uppflettivinnslur eru sem auðvelda allar fyrirspurnar- og leitaraðgerðir. Þjóðskrá kerfisins er uppfærð daglega.

Hægt er að nálgast Mínar síður ásamt leiðbeiningum um notkun þeirra á vefslóðinni http://minarsidur.ssf.is/